Nordisk rattmasterskap í Swerge

Nú er rétt vika þar til Íslenskir Strætisvagnastjórar takast á við vagnstjóra frá hinum Norðurlöndunum ef Færeyjar er undanskildar.

Á hverju ári fer fram Norðurlandamót í ökuleikni vagnstjóra. Police Í ár fer keppnin fram í Svíþjóð, Stokkhólmi. Undan farin ár hefur okkar mönnum gengið afspyrnu vel og malað gull, ef svo má segja. Lið Íslands er hins vegar nokkuð breytt að þessu sinni frá því sem verið hefur, en breytir því ekki að þeir eru til alls líklegir, þó ekki sé hægt að ætlast til að þeir komi heim með öll verðlaunin sem í boði eru.

Þrátt fyrir breytingar á liðskipan eru þó tveir fyrrverandi Norðurlandameistara, í einstaklingskeppninni, meðal þeirra sem halda munu uppi merkjum landsins, þrír eiga eitt til tvö mót að baki og svo sjötti maðurinn kemur sterkur inn sem nýliði en hann fyllir skarð enn eins Norðurlandameistarans sem forfallaðist á dögunum.

 Annars er liðið skipað eftirtöldum. Jóhann Þorvaldsson fv N meistari, Markús Sigurðsson fv N meistari, Sigurjón Guðnason, Bragi Ragnarsson, Guðmundur Nordal og Róbert Ragnarsson nýliði. Formaður Akstursklúbbsins er Hörður Tómasson og Kristján Kjartansson liðstjóri.

Hugsum hlýtt til strákana þann 11.ágúst. Áfram Ísland. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Þetta er reyndar ekki mjög sigurstranglegt lið.  Ef þeir myndu bjóða 2 ónafngreindum ofurbílstjórum sæti í liðinu, væri keppnin bara formsatriði.  Þrátt fyrir litla trú þá vona ég það besta.  Áfram Ísland.

Hjalti Garðarsson, 4.8.2007 kl. 10:47

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hjalti !Ertu með einhverja aðra en okkur tvo í huga? 

Kjartan Pálmarsson, 7.8.2007 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

KR ingurinn ! Já strákurinn er mjög upptekinn við að hjálpa "kjarrip@internet.is'''

Kjartan Pálmarsson
Kjartan Pálmarsson

Smelltu á myndina! Og þá færðu smá upplýsingar sem koma mörgum á óvart, einkum mér sjálfum.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1224

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar