Það er erfitt að horfa á hann berjast fyrir lífi sínu !

.................... Já það er erfitt að horfa á Pabba sinn berjast fyrir lífi sínu tengdur slöngum tækjum og dóti á Gjörgæsludeild LSH. Hann fór inn á spítala í vikunni og versnaði svo allsvakalega á Miðvikudaginn var, fór í aðgerð sem var ansi flókin, var á ákveðnum tímapunkti vart hugað líf, en sá gamli kallar ekki allt ömmu sína og komst yfir þann kafla,í bili, en kaflarnir eru ekki búnir í ævisögu hans, virðist vera, og berst áfram eins og hann er vanur, enda æði margt sem á hans ævidaga hefur runnið. Sjúkra sagan hófst 5.apríl 1986 í Ljósufjöllum, þegar hann og Kristján Guðmundsson lifðu af hræðilegt flugslys þar sem fimm fórust. Líf Pabba gamla hefur ekki verið dans á rósum eftir það, en í dag er hans lífsdans mjög svo tvístígandi.

Ég bið hans verndar engla um að vaka yfir honum og styrkja Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó kæri bloggvinur.

Karl Tómasson, 15.10.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þakka ykkur fyrir drengir góðir!

Guðmundur þetta var vél á leið til Reykjavíkur frá Ísafirði.

Kjartan Pálmarsson, 15.10.2007 kl. 08:20

3 Smámynd: Fiðrildi

Vonandi eru betri stundir framundan fyrir ykkur báða.

Fiðrildi, 15.10.2007 kl. 11:08

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Takk fyrir Arna!  

Kjartan Pálmarsson, 15.10.2007 kl. 14:33

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Manni finnst þetta líf hafi verið fullhart við kallinn, lendir í þessu slysi aðeins 36.ára gamall, en í slysinu farast, sambýliskona hans og litla systir mín, flugmaðurinn og tveir aðrir.

Já það getur verið skepna þetta líf

Kjartan Pálmarsson, 15.10.2007 kl. 14:39

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Guðmundur ert þú ekki að hugsa um slysið í Snjófjöllum, eða það minnir mig að þau hafi heitið. Ungt fólk á leið norður í land á þing eitthvað, man ekki hvað, en minnir að einn hafi heiti Hjörleifur og verið skólabróðir minn úr Versló.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 01:26

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ó    Guð     minn       góður     , elsku Kjartan, allar mínar góðu óskir og bænir sendi ég strax til ykkar allra.  Hann pabbi þinn er hetja lífsbaráttunnar, gegnum raunir lífsins, og öll þau ósköp sem fylgdu afleiðingum slyssins í Ljósufjöllum.

mínar innilegustu kveðjur og ósk um bata.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.10.2007 kl. 01:40

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sorglegt að heyra, bænir og batakveðjur héðan. Það virðist vera seigt í þeim gamla, svo vonandi lætur baráttuandinn í læsta drifið og keyrir sig útúr þessum veikindum hans núna. Von og styrkur til þín vinur. x

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.10.2007 kl. 01:55

9 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þakka ykkur öllum fyrir hlýjar kveðjur til handa Pabba, ég kvísla þeim í eyra hans. 

Ég held einmitt að það sé rétt  eins og Helga Guðrún segir, hann hefur sett í driflæsinguna og mjakar sig hægt áfram vegin í von um hindrunarlausan vegslóða.

Takk Takk

Kjartan Pálmarsson, 16.10.2007 kl. 08:37

10 Smámynd: Ragnheiður

Bestu óskir um góðan bata pabba þíns. Hann er sterkur ,hefur sannað það fyrr

Ragnheiður , 17.10.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

KR ingurinn ! Já strákurinn er mjög upptekinn við að hjálpa "kjarrip@internet.is'''

Kjartan Pálmarsson
Kjartan Pálmarsson

Smelltu á myndina! Og þá færðu smá upplýsingar sem koma mörgum á óvart, einkum mér sjálfum.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband