Það er eins og gerst hafi í gær ...........

..............................kannski ekki skrýtið enda eru afleiðingarnar svífandi yfir dag hvern og eru síðustu dagar hvað duglegastir í þeim efnum.

sjá næstu færslu

FLUGSLYS Í LJÓSUFJÖLLUM

 Þann 5. apríl 1986kl, 12:30 lagði flugvélin TF-ORM í loftið frá Ísafirði og ætlunin að halda til Reykjavíkur. Um borð í vélinni voru flugmaðurinn og sex farþegar, þar á meðal tæplega eins árs gamalt barn.
     Kl. 13:19 tilkynnti flugmaðurinn stöðu vélarinnar við Stykkishólm og var komutími þá áætlaður 13:55. flogið var blindflug og fékk flugmaðurinn leyfi til að lækka flugið um þúsund fet eða í 5000 fet sem er lágmarksblindflugshæð yfir fjallgarðinn. Fylgst var með flugvélinni í ratsjá aðalflugstjórnar. Skömmu eftir að flugmaðurinn tilkynnti stöðuna við Stykkishólm hvarf flugvélin af ratsjá.
     Þegar flugmaðurinn svaraði ekki var farið að óttast um vélina og fljótlega kallaðir út leitarflokkar. Flugvél Flugmálastjórnar og þyrlur fóru af stað. Skömmu eftir að flugmálastjórn fór í loftið heyrði áhöfnin í sjálfvirkum neyðarsendi TF-ORM og gat staðsett flakið norðan til í Ljósufjöllum.
 Þyrla landhelgisgæslunnar,TF-SIF, og þyrla frá varnarliðinu héldu á vettvang með lækni frá Reykjavík. Vegna veðurs: þoku, vindhæðar og ísingar hurfu þyrlurnar frá og lentu við Vegamót. Reynt var að brjótast á slysstað á snjóbílum sunnan frá og norðan en færð og veður voru mjög slæm, ekkert skyggni var þó bjart hefði verið til að stofna mönnum ekki í lífshættu. Síðar kom í ljós að menn voru mjög nálægt slysstaðnum án þess þó að sjá hann
 Stjórnstöð leitarinnar hafði verið komið upp á Vegamótum og þangað komu björgunarsveitir víða af landinu til að taka þátt í leitinni. Snjóbílum var stefnt á slysstaðinn eftir öllum hugsanlegum leiðum. Margir komust ekki alla leið og fóru þá menn fótgangandi áfram. Flugvél flugmálastjórnar flaug yfir með radíóendurvarpa og auðveldaði með því fjarskipti.
     Kl 23:57 gengu menn úr Flugbjörgunarsveitinni, ásamt Friðriki Jónssyni lækni úr Stykkishólmi, fram á flak flugvélarinnar. Flakið var í skarði vestan við sk. Botna-Skyrtunnu í botni Sóldýjadals.  Þar úrskurðaði læknirinn að þrír farþeganna væru á lífi, einn þeirra var þó mjög illa farinn og lést skömmu síðar.
 Á slysstað var hitinn um frostmark og flakið sundurtætt að framan og fólkið því alveg óvarið storminum í þær 10 og hálfa klst sem þau höfðu verið í flakinu. Lendingastaður fyrir þyrlu hafði verið ákveðinn tveim km neðar í fjallinu en þegar tilkynning loks barst um að fólk væri á lífi í flakinu voru þyrlurnar farnar suður. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að taka eldsneyti og var þegar í stað kölluð til baka. Vegna þess að ófært var yfir fjallið þurfti þyrlan að fara vestur fyrir jökul til að komast í nánd við lendingarstaðinn norðanmegin í fjallinu.

 Sjúklingarnir voru fluttir úr snjóbílum um borð í þyrluna sem flutti þá til Stykkishólms en þaðan voru þeir tveir sem voru á lífi fluttir með sjúkraflugi á Borgarspítalann, þar voru þeir lagðir inn klukkan 3:30 um nóttina, um fjórtán klst. eftir slysið.

 

Heimildir. Íslenskur annáll 1986
  
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þennan dag varð ég 30 ára. Gleymi þessu ekki.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 01:23

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta voru ægilegar aðstæður vægast sagt, og maðurinn minn heitinn sagði mér hvernig það hefði verið að frétta að vinur hans hefði lent í þessu slysi á sínum tíma. Síðar hitti ég pabba þinn og hlýddi á frásögn hans sjálfs um atburði sem eru án efa ein mesta lífsreynsla sem nokkrum manni er fært í fang.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.10.2007 kl. 01:58

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er mér afar minnisstætt... bestu kveðjur

Jón Ingi Cæsarsson, 16.10.2007 kl. 23:35

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þakka ykkur kærlega fyrir! Já þetta hafa verið  töff ár þessi 21. sem liðin eru, því á þessum tíma er svo kallaða áfallahjálp ekki í grennd og má því segja að það séu ákveðnir hlutir óuppgerðir hjá pabba ,,gamla'' í ofaná lag.

Hann yrði lagalega fúll út í mig ef hann vissi mig kalla sig gamla, rétt 57 og hálfs árs gamli maðurinn. 

Kjartan Pálmarsson, 17.10.2007 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

KR ingurinn ! Já strákurinn er mjög upptekinn við að hjálpa "kjarrip@internet.is'''

Kjartan Pálmarsson
Kjartan Pálmarsson

Smelltu á myndina! Og þá færðu smá upplýsingar sem koma mörgum á óvart, einkum mér sjálfum.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband