Kraftaverka maðurinn, Pabbi farinn að vakna, sem þýðir.....

..............að nú getur hann tuðað smá og skammast yfir því hvernig í ósköpunum standi á því að hann sé búinn að sofa í viku og það á Gjörgæsludeild LSH við Hringbraut, sérstaklega vegna þess að hann hélt sig vera á Blönduósi ,,Blönduósi? ekki spyrja mig hversvegna'' sem er svolítið sérstakt vegna þess að þangað á hann í flestum tilfellum ekkert erindi,eftir því sem ég best veit. Enn það má segja það að þessi kall sé að sýna það enn og aftur að hann er gerður úr einhverjum öðrum efnum en flestir aðrir, því tæpt hefur það verið undanfarna daga fyrir rétt rúmri viku var staðan þannig að læknarnir voru ekkert vissir um að hann hefði það af að fara út úr skurðstofunni inn á gjörgæslu, en ? ætli hann sjálfur hafi ekki á þeim tímapunkti sett í 1.gír í lága og mjakast rólega, mjög rólega yfir þær hindranir sem á hans vegaslóða hafa verið,og enn um sinn verður hann að mjakast í 1.gír og í lága drifinu og vonast til að vegaslóðinn verði án frekari hindrana áður enn hann kemst upp á beina malbikaða veginn aftur.

Svo vil ég þakka öllum þeim sem hafa verið svo elskuleg að senda hlýjar kveðjur til Pabba í gegnu þessa síðu, og trúið mér,þeim hefur verið komið til skila.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fiðrildi

Frábært . . . vonandi verður leiðin yfir á malbikið greið og að hann haldi sig þar sem allra, allra lengst og njóti samvistar við yndælan son sinn.

Fiðrildi, 19.10.2007 kl. 14:51

2 Smámynd: Ragnheiður

Frábært, hann er seigur sá gamli hehe

Ragnheiður , 19.10.2007 kl. 19:59

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það eru nú aldeilis góðar fréttir Kjartan.

góðar kveðjur.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.10.2007 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

KR ingurinn ! Já strákurinn er mjög upptekinn við að hjálpa "kjarrip@internet.is'''

Kjartan Pálmarsson
Kjartan Pálmarsson

Smelltu á myndina! Og þá færðu smá upplýsingar sem koma mörgum á óvart, einkum mér sjálfum.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1224

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.