Bakk a genn

...........já ég held það! SVEI MÉR ÞÁ, að ég sé back again, var að koma frá pabba, sem enn er á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut. Það er skemmst frá því að segja að kallinn er allur að koma til, kominn úr öndunarvélinni og farinn að geta tjáð sig. Við vörum til dæmis að ræða sögu hans frá 5. apríl.1986 til dagsins í dag, og sagði honum frá því að nú væri hann kominn á þann stað í sögu heilbrigðisgeirans, að nú væri hann orðinn rannsóknarefni (að mínu mati) að olnbogast svona í gegnu allt sem á daga hans hefur runnið væri með ólíkindum, og nú þyrfti bara að rannsaka úr hverju hann væri gerður, hvað það væri sem hann hefur, en við hin ekki. Einnig ræddum við það að 1986 var ekkert sem hét áfallahjálp, áfallahjálp! sagði hann, og reyndi að hrista höfuðið, nei drengurinn minn! það var bara taktu tvær afþessum á dag og vertu góður. Já nei! nú notum við þann byr sem við höfum í seglunum pabbi, sagði ég, þegar þú kemst á ról og svona þá segjum við stopp við fortíðinni og tökum á þessu eins og menn í eitt skipti fyrir öll ! ok? já það væri bara askoti gott, segir þá kallinn. jibbí þaut fram og aftur um heilaselluna í mér, yes yes yes!

 Já sveim mér þá ef þessi sjúkrahús kafli eigi hreinlega ekki eftir að verða til góðs eftir allt saman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Frábært að heyra Kjartan.

baráttukveðjur með tilvitnun í þau frómu orð

" uppgjöf er ekki til í mínu orðasafni "

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.10.2007 kl. 00:59

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Takk Guðmundur minn! Og vonandi hefur þú það þokkalegt sjálfur? Væri vís með að bjalla í þig einn vætu og vindlausan daginn

Kjartan Pálmarsson, 24.10.2007 kl. 01:06

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Takk fyrir það María! já ,,uppgjöf þekkir engin hér'' eins og við KR ingar kyrjum gjarnan þegar við komum saman allir sem einn æi Vesturbænum.

Kjartan Pálmarsson, 24.10.2007 kl. 01:09

4 Smámynd: Anna Rósa Pálmarsdóttir

Welcome back ;)

Verð bara að taka undir því það sama þaut um mínar heilasellur "YES YES YES" og svo rauði textinn, Já ef þessi sjúkrhúshú kafli eigi hreinlega ekki eftir að verða til góðs eftir allt saman Bingo!!!! við því - snilld.

Annars var ég að keyra áðan og setti Abba disk í spilarann sem er ekki frá sögu færandi nema ég stillti á lag nr 9 " Does your mother know" talandi um 20 árin vá hvað þetta lag minnir mig á þig, sérstaklega Introið:)

Big litle sister

Anna Rósa Pálmarsdóttir, 24.10.2007 kl. 11:04

5 Smámynd: Fiðrildi

frábært . . kraftaverkin leynast allt í kring.  Alltaf gott þegar að einhver tekur eftir þeim !

Fiðrildi, 25.10.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

KR ingurinn ! Já strákurinn er mjög upptekinn við að hjálpa "kjarrip@internet.is'''

Kjartan Pálmarsson
Kjartan Pálmarsson

Smelltu á myndina! Og þá færðu smá upplýsingar sem koma mörgum á óvart, einkum mér sjálfum.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.