Má til með að .....

..............var að taka eftir bráðsmellnu atriði á einni mynd sem ég geymi hér í myndasafninu mínu Grin

Fv 2-A    R 14170 sóttur á Norðfjörð í janúar 2005 

Þessi mynd er tekin á Norðfirði í janúar 2005 þegar við félagarnir Valdi (vélstjórinn) lengst til vinstri, Halli P (Skipstjórinn) og ég (Stýrimaðurinn) vorum að taka við þessum eðalvagni úr höndum bílstjóra SVN þ.e Síldarvinnslan. Þegar þarna er komið við sögu er ca tveggja tíma vinna eftir við að koma vagninum úr sporunum því bilunnar varð vart í loftkerfinu, Valdi reddaði því. Svo er loksins var komið að brottför frá Norðfirði,  lá leiðin í átt að Eskifirði, reyndist vagninn af einhverjum orsökum ekki hafa allt það gamla góða afl sem til þarf upp á Oddskarðið, en undirritaður stappaði pedalanum í gólfið, jú það virtist ætla ganga, en eitthvað var ekki eins og það átti að vera.  Tók strákurinn ekki eftir oranges lituðum bjarma undan aftur endanum.LoL STRÁKAR ÞAÐ ER KVIKNAÐ Í VAGNINUM !!! hrópaði ég. Halli hljóp aftur í til að grípa slökkvitækið og Valdi hljóp út og opnaði vélarsalinn, nú það er skemmst frá því að segja að slökkvitækið var botn fallið ,,Ónýtt'' en, eins og áður kom fram þá vorum við á ferðinni í janúar og ef myndin er skoðuð nánar sést í fallega hvíta mjöll, það var því okkur til happs Whistling og byrjuðum við að ryðja snjó inn í vélar salinn, um leið og upp í hugann skaut ,,já ok, þessi vagn er ekkert að fara til Reykjavíkur eftir allt saman'' þessi bruna aðgerð sýndi hinsvegar  að við félagarnir eru gjaldgengir í hvaða slökkvilið sem er Wink því vagninn var mun sprækari eftir brunann og stóð sig eins og sannur strætisvagn, ja! eða langferðabíll, alla leið til Reykjavíkur þar sem hann er nú staddur á athafnasvæði Strætó bs Kirkjusandi, bíður þess að komast í öruggt húsnæði svo hægt sé að hefja á honum allar þær lýtaaðgerðir sem til þarf að koma honum í það horf sem hann var í þegar hann hóf akstur á leið 2.Grandi - Vogar, árið 1973.

Enn rúsínan í pylsu endanum ekki pulsuendanum er ástæðan fyrir upphafinu á þessari lyklaborðs gleði er........ þegar ég var að skoða myndina betur þá brá mér aðeins, því ég sýnist jafn stór eða hár og vagninn Tounge það er hins vegar tvennt ef ekki þrennt sem útskýrir það. Nr 1. Vagninn er loftlaus og liggur því flatur á púðunum. Nr 2. Hann er ekkert sérstaklega þekktur fyrir að vera stór sá er stendur mér á hægri hönd. Nr 3. Ég stend ekki alveg upp við vagninn Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

He he, já þú ert ansi hár miðað við vagninn Kjartan.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.10.2007 kl. 02:02

2 Smámynd: Aron Smári

Ég er ekki frá því að þú látir Halla P líta út fyrir að vera minni en hann er í rauninni...... eða hvað?

Aron Smári, 29.10.2007 kl. 04:27

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Já manni líður eins og Mjallhvíti innanum sjö menninganna

Kjartan Pálmarsson, 29.10.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

KR ingurinn ! Já strákurinn er mjög upptekinn við að hjálpa "kjarrip@internet.is'''

Kjartan Pálmarsson
Kjartan Pálmarsson

Smelltu á myndina! Og þá færðu smá upplýsingar sem koma mörgum á óvart, einkum mér sjálfum.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1224

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.