Eitthvað eru menn að velta fyrir sér bloggvinum....

.... þá einkumm fjölda þeirra og hversu virkir þeir eru. Einn talaði um að hreinsa til á listanum, og allt varð geggjað, eða þannig. Ég hins vegar óð bara í að hreinsa til hjá mér án þess að gefa út einhverjar viðvaranir, enda tel ég að það hefði ekki skapað neinar andvöku nætur hjá mínum X bloggvinum. Þeir bloggvinir sem eftir standa eru hinsvegar settir upp í forgangsröð, ef svo má að orði komast, þ.e fyrstur og fremstur á dagskrá dag hvern. Svo óska ég mínum fyrrum bloggvinum farsældar á nýju ári með von um endur nýjun vinskapar einhverntíma einhverntíma aftur

 

 

 

Kaffitár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Svo að ég geri aðeins grein fyrir minni bloggvinahreinsun þá þykir mér vænt um raunverulega bloggvini.  Fólk sem kíkir á mitt blogg og ég kíki á þeirra blogg.  Mín blogghreinsun snýr að þeim sem að eru hættir að blogga eða hafa mig ekki á sínum bloggvinalista þó að þeir hafi verið/séu á mínum lista.  Ég sá ekki fyrir að yfirlýsing mín um bloggvinatiltekt myndi valda leiðindum eða áhyggjum þeirra sem að eru raunverulegir bloggvinir.  Þvert á móti stóð ég í þeirri trú að bloggvinalisti minn standi betur undir nafni eftir að ég hef grisjað hann. 

Jens Guð, 17.1.2008 kl. 01:09

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég skil þig mjög vel Jens! Enda gekk ég sjálfur með nokkra til eyðingar sem voru á mínum lista, og er mjög sáttur með það.

Kjartan Pálmarsson, 17.1.2008 kl. 01:32

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Flott hjá þér Kjartan, er að hugsa um að setja þig á toppinn hjá mér.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.1.2008 kl. 01:33

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það væri mér mikill heiður gmaria! En þú mannst? það getur verið kalt á toppnum!

Kjartan Pálmarsson, 17.1.2008 kl. 01:38

5 Smámynd: Fjarki

Gott að vera ekki hent út strax... rétt ný byrjaður á þessu

Fjarki , 17.1.2008 kl. 03:08

6 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Já nei nei engar áhyggjur drengurinn minn! Fjarkinn færi aldrei fyrr en næst síðastur út.

Heyrðu já! Jú bransinn gengur, enn hjá þér ? Ertu að fást við það sama og síðast? er við töluðum saman.

Kjartan Pálmarsson, 17.1.2008 kl. 13:55

7 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Smá  viðbót við færsluna! Svo raðast bloggvinalistinn upp líka eftir því hversu sýnileg heimsókn þeirra er, það er nefnilega allt gaman að fá fólk í kaffi.

Kjartan Pálmarsson, 17.1.2008 kl. 16:02

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ummm, gott kaffi hjá þér.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.1.2008 kl. 00:53

9 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Takk fyrir það Skagastrætóvikuboldletraða stelpa. Hér er alltaf ný lagað

Kjartan Pálmarsson, 22.1.2008 kl. 01:20

10 Smámynd: Birna M

Hreinsaði aðeins til hjá mér um daginn, sá nú reyndar ekki á vatni en aðeins þó, fólk sem hefur ekki  skrifað í marga mánuði er greinilega ekki mjög virkt og því úti. Fer svo kannski í smá hreingerningu bráðum aftur, ég á svo marga, en ég tími þeim bara ekki.

Birna M, 27.1.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

KR ingurinn ! Já strákurinn er mjög upptekinn við að hjálpa "kjarrip@internet.is'''

Kjartan Pálmarsson
Kjartan Pálmarsson

Smelltu á myndina! Og þá færðu smá upplýsingar sem koma mörgum á óvart, einkum mér sjálfum.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband