Senn líður að því að förum að blót helv.... ands... bölvaðan Þorrann

......... Já nú fer að líða því að kræsingar á borð við súra Hrútspunga, Lundabagga, Hákall og fleira góðgæti verður lagt á borð okkar Íslendinga.

Það er hinsvegar nokkuð ljóst að þessi gæða matur ,,sem sumir vilja meina að sé skemmdur matur'' eigi ekki greiða leið upp í munn og þá ofan í maga nútíma Íslendingsins, ef marka má þá skoðanakönnun sem á þessari síðu má finna. þá borða 50%  þorra mat og önnur 50% vilja hann ekki.

Enn það sem vekur athygli mína er að einhverjir borða þorramat bara til að þóknast öðrum!

Hvað er málið? Eru Íslendingar virkilega orðnir svona fráhverfir sjálfum sér að þessi alda gamli siður sé á undanhaldi? Ég bara spyr ??????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kjartan.

Ég segist nú borða þorramat þótt ég sleppi súrmetinu, sem mér hefur aldrei líkað, en harðfiskur, sviðasulta og slátur ásamt rófustöppu er fín þorramálitið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.1.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Aron Smári

Maður getur líka spurt sig af hverju norðmenn tala ekki lengur "íslensku".. Tímarnir breytast og mennirnir með. Norðmenn fengu innblástur frá evrópu og tungumálið breyttist með tímanum á meðan við unga fólkið á íslandi áttuðum okkur á því að svona matur er bara hreinn viðbjóður :) Það er ekki séns að ég láti eitthvað sem er súrt eða kæst eða úldið oní mig. Það er mín spá að matarvenjurnar á þorrablótum eigi eftir að breytast með komandi kynslóðum því alltaf færri og færri munu borða þetta.

Ég borða samt smá af þessum þorramat eins og slátur, rófustöppu, rúgbrauð og eitthvað í þeim kantinum. 

Aron Smári, 21.1.2008 kl. 03:00

3 Smámynd: Anna Rósa Pálmarsdóttir

Já þetta er merkilegt, kynslóðin í dag það er börnin og ekki síst foreldrar þeirra þ.e fólk á okkar aldri er illa uppalið í matarvenjum, hef lengi sagt og segi það enn og aftur, hvað er málið með fólk sem borðar ekki slátur og íslenska almennilega kjötsúpu reglulega svo maður tali ekki um að eiga nokkra hákarlsbita í kælinum einu sinni á ári, harðfisk og sviðasultu sem er algjört lostæti, en mömmu minni tókst reyndar ekki að ala mig upp þannig að snæða súrsað þó hún hafi notið þess fyrir framan nebban á mér og ekki heldur blessaða pungana ÆÆÆ - En þín?, hvernig tókst uppeldið á þér í þeim málum? En ég segji Áfram Íslenskar gamlar góðar matarvenjur, allavega í hófi...

Ísland best fyrir bragðið..

Anna Rósa Pálmarsdóttir, 21.1.2008 kl. 11:01

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það er einmitt málið, þetta er algjört lost æti, allt saman. Nema hvað Hvalurinn hefur ekki átt greiða leið í trýnið á mér,sem betur fer ekki að fáanlegur

Kjartan Pálmarsson, 21.1.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Gaman að segja frá því, að þegar þetta er ritað, eru þeir sem una Þorramat í meirihluta ,,tæpum þó'' samkvæmt skoðanakönnunni

Kjartan Pálmarsson, 21.1.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

KR ingurinn ! Já strákurinn er mjög upptekinn við að hjálpa "kjarrip@internet.is'''

Kjartan Pálmarsson
Kjartan Pálmarsson

Smelltu á myndina! Og þá færðu smá upplýsingar sem koma mörgum á óvart, einkum mér sjálfum.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband