Miðvikudagur, 28. maí 2008
Þegar ein atvinnugrein er að lognast út af,þökk sé Ríkisstjórninni, þá vaknar önnur atvinnugrein,þökk sé bönkunum.
Það er vandlifað í þessum heimi! Þegar ein atvinnugrein er að lognast út af, þökk sé efnahagsstefnu Ríkisins, þá vaknar önnur atvinnugrein,þökk sé bönkunum já og innheimtumönnum á þeirra vegum.
Það er nú þannig í dag að ákveðið fyrirtæki þarf eflaust að fara bæta við sig fólki við það eitt að hirða tæki og tól undan fólki sem það hefur af misjöfnum ástæðum ekki getað rekið á mannsæmandi hátt sökum gjalda,álaga,skatta, auka útgjalda og umfram allt fáránlegs viðskipta umhverfis við olíufélögin.
Ef við tökum sem dæmi vörubílareksturinn einan, þá ríkir það ástand þar, líkt og gerðist í upphafi ævintýrisins um Dýrin í Hálsaskógi, þ.e fyrir þá laga setningu sem þar var síðar sett um að
'' EKKERT DÝR MÁ BORÐA ANNAÐ DÝR''
Eins og ég hef áður nefnt á síðu þessari þá nærast verktakafyrirtæki á ástandinu og bjóða mönnum akstur á lágum gjöldum (miðað við rekstrarkostnað bílsins) sem eru þess eðlis að fyrir hugsandi mann borgar sig ekki að setja í gang fyrir þau. En það er eins í þessum geira eins og annarsstaðar að menn eru misjafnlega samstíga öðrum í lífinu og hugsa ( réttara sagt hugsa ekki) fram fyrir nefið á sér reyna pota sér áfram til að geta sagt sig vera í vinnu, sem kemur þeim svo um koll síðar, og eru þá búnir að sjá á eftir hugsandi kollegum sínum niðrí svaðið áður.
Það er rétt að nefna það aftur að verkefni við lengingu flugbrautar á Akureyri fékk fyrirtæki sem hefur lögheimili í Reykjavík og bauð þar að leiðandi Norðlenskum trukkamönnum vinnu við verkið á gjöldum sem tóna við það sem ég nefndi hér að ofan. En, nei Norðlensku trukka kallarnir sögðu, nei takk! Vildu keyra á þeim gjöldum sem þeir hafa í samstöðu sinni sett upp, Ok sagði Sunnlenska verktakafyrirtækið, þá sendum við bara bíla héðan að sunnan, sem var svo gert. Veit ég ekki betur enn að það séu svo allt undir verktaka sem fóru norður, þeir hinu sömu og undir buðu gámakeyrslu fyrir annað af skipafélögum landsins. Það skipafélag var ný búið að samþykkja hækkun gagnvart þeim sem voru að keyra hjá þeim upp á heilar 14 kr. pr km þegar það var svo undirboðið sem þýddi að hækkunin var á endanum alveg heilar 4.kr.
Við þetta má svo bæta að uppi eru raddir innan stéttarinnar sem hvetja til þess að kæra menn fram og til baka vegna annarra mála, sem ég ætla ekki að fara útí að svo stöddu, til þess eins gera þeim lífið það leitt að þeir leggi upp laupana,sem sagt, það er undirliggjandi stríðs ástand innan stéttarinnar einnig.
Þetta er var nú sagan af litla reiða vörubílstjóranum.
Ef einhver þarf að ná í mig vegna þessa máls er honum velkomið að gera það í hádeginu á morgun Fimmtudag í nágrenni við Dómkirkjuna í Reykjavík, þar sem ég verð við útför.
Lifið heil !
ÞÍN VELGEGNI, OKKAR VERKEFNI !
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Samgöngur, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- amotisol
- arnarinns
- aronb
- aslaugk
- bjorkv
- braids
- bylgjahaf
- dofri
- esv
- eurovision
- evags
- fjarki
- fridrikomar
- gattin
- gellarinn
- gmaria
- golf
- gretarorvars
- gudnim
- gudridur
- guggaarnors
- gummisteingrims
- gurrihar
- hakonea
- hallarut
- helgasigrun
- himmalingur
- hjaltig
- holmarinn
- hreinsig
- ingvarvalgeirs
- jabbi
- jahernamig
- jakobsmagg
- jax
- jensgud
- jg
- jonaa
- joningic
- jonkjartansson
- jonmagnusson
- jorunnfrimannsdottir
- juljul
- kaffi
- kafteinninn
- ktomm
- lillo
- ljosmyndarinn
- markusth
- motta
- muggi69
- myndband
- ofsi
- olinathorv
- palmig
- peturg
- photo
- ranka
- safinn
- saxi
- siggiholmar
- sigurdurkari
- sigurjon
- skordalsbrynja
- snjokall
- snorris
- stebbifr
- steinunnolina
- stormsker
- sverrir
- thordistinna
- tilfinningar
- utvarpsaga
- veland
- vglilja
Tenglar
Mínir tenglar
- Sænska fjölskyldan í landi Adba Stærri litla systir bloggar! Sem býr í Svíalandi ásamt fjölskyldu sinni
- AO 7.kr afsláttur á afmælisdegi þínum
- Guðmundur Jónasson hf Alltaf gaman að skreppa í sveitina fyrir þá
- ÖJ Arnason ehf Útflutningur vinnuvéla
Uppáhalds slóðir mínar á alheimsvefnum
- Strætó bs Heima er best : ) Átti aldrei að leita annað
- Færð á vegum til að vera viss um ferða veður smelltu hér
Athugasemdir
Jei, það var miskið af einhver af bílstjórunum sjálfum þorði að opna munninn um þessi mál. Stolt af þér he he.
Bylgja Hafþórsdóttir, 28.5.2008 kl. 21:06
Takk fyrir það Bylgja!
Kjartan Pálmarsson, 29.5.2008 kl. 09:08
Veit ekki um neina aðra stétt sem eyðileggur eins mikið fyrir sjálfri sér og bílstjórar með þessum eilífu undirboðum og finnst fáránlegt hvernig þeir púkka undir stóru verktakana og leyfa þeim að komast upp með að bjóða kaup sem er langt undir taxta.
Bylgja Hafþórsdóttir, 29.5.2008 kl. 10:44
Þetta er allt hárrétt hjá þér! Það er alveg með ólíkindum hvernig menn í þessum bransa hafa hagað sér, láta enda laust taka sig í r........ en það hlýtur að vera óþægilegt til lengdar enda með hækkandi olíuverði hefur olían til þess arna sjálfsagt hækkað líka
Kjartan Pálmarsson, 29.5.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.