Á sumri líðandi var ákveðin Hljóðbylgja mér ofarlega í huga, en á hausti komandi mun Frostrásin fá sinn tíma

.......... Eydís var all nokkuð vinsæl í sumar sem aldrei fyrr, en það er ekki siður í minni ætt að gera upp á milli systkina, systrabarna eða bræðrabarna né annarra barna og eða barna barna.

 Því tilkynnist það hér með að systir Eydísar mun fá sinn part af kökunni og þá í sama stærðarflokki þ.e. fjórtán þætti af tólf mögulegum.

Þann 9.október n.k. mun fyrsti þáttur ,,Nædísar" Frostrásarinnar fara í loftið hér, enn þennan dag fyrir 18 árum fæddist sú hugmynd, við undirleik Pálma Gunnarssonar og Brunaliðsins, að af stað yrði farið með útvarpstöð Norður á Akureyri eigi síðar enn 1.des 1990.

Það tókst og stöðin hlaut þetta svala nafn FROSTRÁSIN FM 987

Þess má til gamans geta að lagið sem hljómaði svo íkveikjulega á útvarpsfíkilinn hét og heitir enn Yfir fann-hvíta-jörð

Hér er snillingurinn Pálmi hinsvegar á þjóðlegu nótunum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Rósa Pálmarsdóttir

MIkið hlakka ég svakalega til!!!!!!! Þetta verður bara gaman eins og það síðasta, spurning um að fara rifja upp fyrir óskalögin;)

 Já annars verði ykkur að góðu njótið myndarinnar! ég var svo óviss á númerinu hélt jafnvel það væri nr 1 svo nei 9 æ en vissi svo ekki svo ég ákvað að stóla á bréfberann:) Gott að hann klikkaði ekki en þá man ég það fyrir jólin 19 skal það vera.

Nú er restin af lýðnum að riðjast inn hjá mér í dag þau biðja örugglega öll að heilsa allavega sú gamla sem er með nefið ofan í skjánum meðan ég skrifa þetta

knús á línuna hjá þér!

Anna Rósa Pálmarsdóttir, 6.9.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 6.9.2008 kl. 10:02

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ísland er landið

Ómar Ingi, 6.9.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ísland er og verður landið

Já Swerige! Það verður heljarinnar hátíð þegar Frostrásarinnar verður minnst.

Restin af lýðnum já ?? Þá verð ég að teljast heppinn að vera ekki í lýðs bekknum  

Vona svo að skjárinn hafi ekki orðið mjög kámugur  

Kjartan Pálmarsson, 6.9.2008 kl. 17:59

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Já heyrðu!

Óskalaga síminn er ??? ?987 eða kjarrip@internet.is.

Fyrstu tveir þættirnir er nú þegar tilbúnir og fer sá fyrsti í loftið 9.október, eins og áður segir, en sá 12. mun fara í loftið 14.nóvember. Sérstök afmælisútgáfa verður svo á ferðinni 15.nóvember og jólaútgáfuþáttur 1.des.

Kjartan Pálmarsson, 8.9.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

KR ingurinn ! Já strákurinn er mjög upptekinn við að hjálpa "kjarrip@internet.is'''

Kjartan Pálmarsson
Kjartan Pálmarsson

Smelltu á myndina! Og þá færðu smá upplýsingar sem koma mörgum á óvart, einkum mér sjálfum.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband