HLJÓÐBYLGJAN FM 101,8 (fjórði þáttur) 4/12

Komið er að fjórða þætti. Þessi þáttarröð um Hljóðbylgjuna FM 101,8 er tilkomin, einkum og sér í lagi til þess að hafa ástæðu til að líta um öxl, fara yfir farinn veg, þó ekki hinn gullna meðalveg sem reyndar var reynt að fylgja á þessari annars skemmtilegu útvarpstöð, sem var rekin af mis velgefnum mönnum, sem hefðu betur átt að hlusta oftar á litlu strákana, sem höfðu þó ýmislegt til málana að leggja.

Þegar stjórnendur og eigandi tóku þá ákvörðun að hefja útsendingar til Reykjavíkur fyrir Jólin 1988 var þeim bent á það (af litlu strákunum) að það þyrfti aðeins meiri tíma en fimm/sex vikur fyrir Jól til að eiga einhvern möguleika á að ná einhverju af ,,Jóla''kökunni (sem er auglýsingamarkaðurinn) en til þess þarf að  sýna fram á einhverja hlustun.

 

Til að bæta Gráu ofan á Svart gat Póstur og Sími ekki útvegað símalínu fyrir útsendingu stöðvarinnar til Reykjavíkur beint frá Akureyri.

Þá ákváðu þessir snillingar að leiga stúdíó í Reykjavík og senda út Hljóðbylgjuna í sitthvorum landshlutanum þ.e Reykjavík og Akureyri.

Við litlu strákarnir vorum skildir eftir fyrir Norðan og tel ég að Hljóðbylgjan á Akureyri hafa aldrei átt eins góðu gengi að fagna en einmitt á þeim tíma. En það dugði samt ekki til að bjarga áður nefndum snillingum út úr þeirri heimsku sem þeir óðu í.

Hljóðbylgjan varð 75% öryrki strax á útmánuðum 1989 þ.e beygði sig undir Bylgjuna sem sendi sitt efni út á tíðninni 101,8 á Ak og nágr  nema milli kl. 17:00 og 19:00  virka daga þegar Hljóðbylgjan kom inn. Þetta rúllaði svona í  einhvern tíma eða þar til dánarvottorðið var gefið út, það hefur líklega verið um það leiti sem Frostrásin FM 98,7 fór í loftið.

 Frostrásin var stofnuð af litlu strákunum.

ps: nei þessi færsla var ekki styrkt af EGÓ. Það voru hinsvegar framleiðendur Dumm & Dummer sem reyndu að koma í veg fyrir að þessi færsla yrði birt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Rósa Pálmarsdóttir

Anna Rósa Pálmarsdóttir, 25.6.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 25.6.2008 kl. 20:23

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Er þetta að gera sig ?

Kjartan Pálmarsson, 26.6.2008 kl. 00:36

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þakka ykkur tveimur fyrir innlitið, vona að þið hafið  notið. Hitt er annað, ætli þið séuð ekki u.þ.b endurspeglun þeirrar hlustunar sem Hljóðbylgjan fékk í Reykjavík fyrir jólin ''88 á hinni merku tíðni FM 957.

Kjartan Pálmarsson, 26.6.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

KR ingurinn ! Já strákurinn er mjög upptekinn við að hjálpa "kjarrip@internet.is'''

Kjartan Pálmarsson
Kjartan Pálmarsson

Smelltu á myndina! Og þá færðu smá upplýsingar sem koma mörgum á óvart, einkum mér sjálfum.

219 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 1074

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband