Fimmtudagur, 18. desember 2008
Frostrásin FM 987 (sjötti þáttur) 006/12
Þessi þáttur er bara Íslensk snilld.
Þ.e. hér er að finna syrpu með Íslenskum jólalögum.
Meðal þeirra er: Íslensku kennslu lagið ..... ég hlakka svo til.
Flytjendur eru:
Edda Heiðrún.
Svala Björgvinsdóttir
Björgvin Halldórsson
HLH
Þórhallur (Laddi) Sigurðsson
Því segi ég enn einu sinni og stend við það. Gleðileg jól !
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Frostrásin FM 987 (fimmti þáttur) 005/12
Minna mas! Meiri tónlist!
Þessi setning var líklega ofnotuð á árum áður.
Fimmti þáttur um endurminningar Frostrásarinnar er líkast til þannig.
Minna mas, meiri tónlist...... njótið!
Það er kominn tími á að rifja upp þau nöfn sem komu að þessu öllu saman, ásamt undirrituðum, á upp vaxtar árunum.
Fyrstan og fremstan (meðal jafningja) skal kynna: Pétur Guðjónsson Dagskrárstjóra.
Og svo voru þau Davíð Rúnar Gunnarsson Tæknimaður.
Valdimar Pálsson Fjármagns-inn-galari,
Ingibjörg Gunnarsdóttir Auglýsingalesari, líklega með þeim betri sem finnast.
Bragi Guðmundsson, Haukur Grettisson og Sigurður Rúnar Marinósson.
Þessi hópur þarf að fara skella í eins og eitt teiti
Það eru Akureyringarnir sjálfir í Stuðkompaníinu sem eiga loka orðið að þessu sinni, ástæðan? Það er komið að jólastund
Nota tækifærið og óska öllum landsmönnum til sjávar og sveita, borgar og bæja Gleðilegra jóla. Og njótið samverunnar með ykkar fjölskyldu og vinum.
Kv KP
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Frostrásin FM 987 (fjórði þáttur) 004/12
Þegar Frostrásin var í undirbúningi var ekki laust við að raddir, kenndar við Gróu á leiti, færu að heyrast um hvers konar útvarpsstöð væri þarna í bígerð.
Skóla útvarp eða unglingastöð sem enginn nennti að vera pæla í að hlusta á, hvað þá meira.
Og svo þetta, þetta er dauðadæmt dæmi. Enn þessari dauðadæmdu sögu var var komið fyrir í umslagi merkt ,, þekkist ekki" og var þar með sent heim í foreldrahús höfundar.
Því í Morgunblaðinu og Degi á Akureyri kom frétt þess efnis um að ný útvarpsstöð færi í loftið 1.desember og yrði í loftinu til og með 1.janúar 1991. Útsendingar svæðið væri Akureyri og nærsveitir. Þarf að halda áfram með að grafa þessar fréttir upp. (Ef einhver hjá mbl les þetta má hann gjarnan senda mér línu í sambandi við uppgröftinn á fréttinni)
Rifjast upp fyrir mér núna að Frostrásin var oft kölluð, sökum þess að fólk vissi ekki betur, Frostrósin. Það hefði sjálfsagt verið gaman í dag ef sú hefði verið rósin, nei ég meina raunin. Því Frostrósirnar koma jóla anda og gleði í landann um allt land eins og Frostrásin var hugsuð fyrir Eyfirðinga á sínum tíma.
Tökum einn jóla hittar í viðbót
Vona svo að fimmti þáttur verði staðreynd fyrir jól
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Frostrásin FM 987 (þriðji þáttur) 003/12
Það sem ekki kom fram í síðasta þætti var, við létum ekki okkar eftir liggja við að koma ,,studioinu" í stand, klifrandi upp eftir öllum loftum um vafinn ull og öðru ofnæmisvaldandi efnum.
SEAL og Crazy
Joyride - Roxette. Þá er næstur á mælandaskrá Chris Rea og söngurinn um veginn sem fáir vilja aka
Ég finn það nú............... að útvarpsfíknin er að ná tökum á mér enn og aftur, gerist alltaf rétt fyrir Jól eða eigi síðar enn í október. Veist um pláss?
Vinir og fjölskylda | Breytt 17.12.2008 kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Frostrásin FM 987 (annar þáttur) 002/12
Það var 1.desember 1990 sem í loftið fór Útvarpsstöðin Frostrásin FM 987.
Eftir mikið púl, meðal félagsmanna Íþróttafélags Þórs á Akureyri, við að einangra og fleira sem til þurfti til að koma fokheldu húsnæði í mannlegt herbergi tókst á tilsettum tíma að koma öllu í gang.
Á þessum tíma var Hljóðbylgjan FM 101,8 enn í loftinu sem einhverskonar svæðisútvarp Bylgjunnar þ.e. Bylgjan var búinn að kaupa hinn öfluga sendi Hljóðbylgjunar og sendi því sitt efni út á tíðninni 101,8 nema milli kl.17:00 og 19:00 þar sem hinn geðþekki útvarpsmaður Axel Axelsson var við hljóðnemann undir dyggri stjórn Pálma Guðmundssonar Útvarpsstjóra.
Ég held svei mér þá að strax í nóvember hafi verið farna að heyrast raddir neðan úr miðbæ Akureyrar að við væru klikk og þetta yrði ekki langlíft. Málið er að okkur var alveg sama því strax og hugmyndin að Frostrásinni kviknaði var áætlað að í desember yrði Frostrásin í loftinu fyrsta kastið og framhald skoðað síðar, komum að því síðar.
Enn af stað skulum við halda með annan þátt af upprifjun Frostrásarinnar, vona að allt efni færslunnar skili sér til þín. Njótið!
Fallandi stjarna í nýjum náttbuxum
Halló ég elska þig! Með ástar örvum í hjartastað.............
Hvað sem hver segir um næsta lag, þá verður ekki hjá því komist að það fljóti með.
IIIIIII´MMMMMMMMMM to 6y
Soft Cell í nýjum náttbuxum átti loka orðiðVinir og fjölskylda | Breytt 17.12.2008 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 9. október 2008
FROSTRÁSIN FM 987 (fyrsti þáttur) 001/12
Útvarp er útvarp, fíkn er fíkn, en útvarpsfíkn er nokkuð sem getur gripið mann heljartökum.
Með þessum orðum útvarpsstjóra byrjaði allt saman á Frostrásinni FM 987 1.desember 1990.
Frostrásin hafði húsaskjól í Hamri, félagsheimili Þórsara á Akureyri.
Í næsta þætti verður farið yfir söguna af upphafi þessa alls, ég get þó sagt ykkur það að 9.október 1990 tók sig upp fíknin útvarpsfíkn sem varð ekki hjá því komist að fullnægja. Og hver veit nema ræða útvarpsstjóra verði látin flakka í heild sinni í einhverjum þættinum
Ég vona að þú getir notið þess sem koma skal þar sem minning Frostrásarinnar verður heiðruð í máli og einhverjum myndum
....... Góðir Norðlendingar til sjávar og sveita! Nú er það byrjað
Alone - Hearts
Þetta var hinn eini sanni Haddaway og spurði eins og margir hafa gert í gegnum aldir alda:Hvað er ást? Er það þriggja stafa orð notað í skáldsögum?
Enn þá er komið að Laupernum........
Radio Ga Ga einhver elskar þig enn
Fylgist með næsta þætti
Vinir og fjölskylda | Breytt 17.12.2008 kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Haldi þið að klukkið hafi ekki náð mér! Ja hérna hér! Að einhver skuli hafa áhuga .....
Finnur kallinn, sem gengur undir því merka nafni hér í blogg heimum fjarkinn,var svo innilega skemmtilegur að klukka mig. Og hefst þá upptalningin. Svo fer spennan vaxandi! Því spurningin er : Hver verður klukkaður af mér ????????
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
Póstur og Sími
Sjómennska
Útvarpsmaður/ útvarpsstjóri hehe geri aðrir betur.
Atvinnu bílstjóri
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Gun Smoke (hummmmmm)
Með allt á hreinu
Footloose
Tootsie
Fjórir staðir sem ég hef búið á.
Hafnarfjörður
Reykjavík
Grenivík
Akureyri (síðan Reykjavík og nú Kópavogur)
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
CSI
Dallas
Mattlock
Næturvaktin
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :
Flest skúmaskot á landinu (nema Vestfirðir eru eftir)
Danmörk ( og öll hin Norðurlöndin nema Færeyjar)
Holland
Þýskaland
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg :
mbl.is
visir.is
geirinn.is
trukkur.is
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Steiktar kjötfarsbollur
Lamb
Skötuselur
Soðinn ýsa nýjar rauðar kartöflur með og ekki má gleyma þrumaranum
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Vala á ís (hehehe)
Símaskráin
Landabréfabókin
Leiðarbók Strætó
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka
Pétur Guðjónsson (peturg)
Pálmi Guðmundsson (ljosmyndarinn)
Örn Johansen (arnarinns)
Ásgeir Eiríksson (safinn)
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna :
Heima hjá mér (er það reyndar)
Kaupmannahöfn
Akureyri
Um borð í Disarellu (Viking Line) á siglingu út með Sænska skerjagarðinum á leið til Helsinki
Mánudagur, 8. september 2008
Vegna fjölda áskorana ................
................ þá hef ég ákveðið að breyta þeirri geysi vinsælu skoðanakönnun sem hér hefur verið í gangi þ.e. fellt út þau lið sem stærðfræðilega eiga ekki lengur möguleika, þetta árið, á því að lyfta Íslandsmeistara bikarnum á loft. Nú eru ekki nema fjórar umferðir eftir og því aðeins 12.stig eftir í pottinum, nema hvað Breiðablik og FH eiga leik (innbyrðis) til góða.
Og svo fer að detta inn könnun sem snýr að fallbaráttunni
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. september 2008
Ég segi það satt! Mikið svakalega var þetta ............
.................. ánægjulegt að drengirnir okkar hafi lækkað í þeim Norska róminn. Íslendingar áttu skilið að vinna leikinn, vítaspyrnan vafa atriði í meiralagi og svo skot í stöng frá Veigari Páli. Mikið hefði það verið æðislegt að taka öll stigin af Norðmönnum. Þeir hinsvegar hljóta að spara yfirlýsingar fyrir leiki hér eftir, voru búnir að bursta okkar menn fimm dögum áður enn dómarinn flautaði til leiks í dag. Enda bauluðu Norskir áhorfendur á sína menn eftir leikinn, kannski ekki skrítið miðað við leik þeirra manna sem engan vegin voru í samræmi við áður útgefin stór orð.
Heja Island
Frábær úrslit í Osló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. september 2008
Á sumri líðandi var ákveðin Hljóðbylgja mér ofarlega í huga, en á hausti komandi mun Frostrásin fá sinn tíma
.......... Eydís var all nokkuð vinsæl í sumar sem aldrei fyrr, en það er ekki siður í minni ætt að gera upp á milli systkina, systrabarna eða bræðrabarna né annarra barna og eða barna barna.
Því tilkynnist það hér með að systir Eydísar mun fá sinn part af kökunni og þá í sama stærðarflokki þ.e. fjórtán þætti af tólf mögulegum.
Þann 9.október n.k. mun fyrsti þáttur ,,Nædísar" Frostrásarinnar fara í loftið hér, enn þennan dag fyrir 18 árum fæddist sú hugmynd, við undirleik Pálma Gunnarssonar og Brunaliðsins, að af stað yrði farið með útvarpstöð Norður á Akureyri eigi síðar enn 1.des 1990.
Það tókst og stöðin hlaut þetta svala nafn FROSTRÁSIN FM 987
Þess má til gamans geta að lagið sem hljómaði svo íkveikjulega á útvarpsfíkilinn hét og heitir enn Yfir fann-hvíta-jörð
Hér er snillingurinn Pálmi hinsvegar á þjóðlegu nótunum
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 5. september 2008
Það fer að verða svolítið erlendis að búa í Kópavogi....
Föstudagur, 5. september 2008
Segir mér svo hugur að samsæri sé í gangi ......
Föstudagur, 5. september 2008
Þetta er eitt mesta bull sem ég hef nokkurn tíma heyrt
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5. september 2008
Bloggheimar Loga
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
336 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- amotisol
- arnarinns
- aronb
- aslaugk
- bjorkv
- braids
- bylgjahaf
- dofri
- esv
- eurovision
- evags
- fjarki
- fridrikomar
- gattin
- gellarinn
- gmaria
- golf
- gretarorvars
- gudnim
- gudridur
- guggaarnors
- gummisteingrims
- gurrihar
- hakonea
- hallarut
- helgasigrun
- himmalingur
- hjaltig
- holmarinn
- hreinsig
- ingvarvalgeirs
- jabbi
- jahernamig
- jakobsmagg
- jax
- jensgud
- jg
- jonaa
- joningic
- jonkjartansson
- jonmagnusson
- jorunnfrimannsdottir
- juljul
- kaffi
- kafteinninn
- ktomm
- lillo
- ljosmyndarinn
- markusth
- motta
- muggi69
- myndband
- ofsi
- olinathorv
- palmig
- peturg
- photo
- ranka
- safinn
- saxi
- siggiholmar
- sigurdurkari
- sigurjon
- skordalsbrynja
- snjokall
- snorris
- stebbifr
- steinunnolina
- stormsker
- sverrir
- thordistinna
- tilfinningar
- utvarpsaga
- veland
- vglilja
Tenglar
Mínir tenglar
- Sænska fjölskyldan í landi Adba Stærri litla systir bloggar! Sem býr í Svíalandi ásamt fjölskyldu sinni
- AO 7.kr afsláttur á afmælisdegi þínum
- Guðmundur Jónasson hf Alltaf gaman að skreppa í sveitina fyrir þá
- ÖJ Arnason ehf Útflutningur vinnuvéla
Uppáhalds slóðir mínar á alheimsvefnum
- Strætó bs Heima er best : ) Átti aldrei að leita annað
- Færð á vegum til að vera viss um ferða veður smelltu hér