Norðurlandameistaramót strætisvagnabílstjóra í ökuleikni

Á laugardaginn n.k. fer fram í Oslóborg, Norðurlanda mót í ökuleikni á strætisvögnum. Íslensku vagnstjórarnir héldu utan í morgunsárið, staðráðnir í að gera mun betur að þessu sinni enn í fyrra. Árin þar á undan voru Íslensku vagnstjórunum sigursæl, ýmist í fyrsta eða öðru sæti þar til í fyrra er liðið þurfti að bíta í það súra epli að koma heim frá Svíþjóð með verðlaun sem enginn vill, þau eru hin geysi óvinsælu skammarverðlaun.

Í þraut 6 í Helsinki 2006

Á þessari síðu verður fylgst með gangi mála á Laugardag

Áfram Ísland

 

Norðulandameistarar í Ökuleiknu vagnstjóra 2005Þessi mynd er tekinn 2005 af þeim hóp sem skipaði hið sigursæla lið Íslands um árabil, en sökum breytinga hjá fyrirtækinu hefur því miður verið höggvið skarð eða gil jafnvel gljúfur í þennan góða hóp, því einungis tveir af þeim sem á myndinni eru eru með í för í Norge en þeir eru Formaður klúbbsins og liðstjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Vonandi gengur þeim vel. Saknar þú þess ekki að keppa sjálfur?

Sigurbrandur Jakobsson, 14.8.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Sæll drengurinn! Já vonandi gengur vel  Jú söknuðurinn er óbærilegur  Maður veit svo aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér, sjáðu

Kjartan Pálmarsson, 14.8.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Láttu mig þekkja það, en best er líka að skilja við hlutina sáttur og með góðar minningar.

Bestu kveðjur af Sandinum

Sigurbrandur Jakobsson, 15.8.2008 kl. 16:52

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Það er líka alveg óþarfi að vera með einhver læti þó fólk skipti um vinnu,segðu.

Kjartan Pálmarsson, 15.8.2008 kl. 19:33

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Kjartan Pálmarsson, 15.8.2008 kl. 19:34

6 Smámynd: Ómar Ingi

Þeir rústa þessu að venju

Ómar Ingi, 15.8.2008 kl. 21:52

7 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þau tíðindi hafa borist mér til eyrna að liðið á möguleika á verðlauna sæti    Þarna berjast lið frá Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Íslandi.

Kjartan Pálmarsson, 16.8.2008 kl. 11:35

8 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Núnú hver er að brillera, eða hverjir?

Sigurbrandur Jakobsson, 16.8.2008 kl. 11:38

9 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Loka niðurstaða Norðurlandamóts vagnstjóra sem fram fór í úthverfi Oslóborgar í dag er sem hér segir: Norðurlandameistarar 2008 Noregur

Silfursæti hlutu Svíar og Finnar brons. Ísland rak því lestina annað árið í röð. Það sem vekur athygli mína er að röð þessi hefur yfirleitt verið akkúrat á hinn veginn.

Í einstaklingskeppninni átti Ísland tvo fulltrúa á topp 5 þ.e. 4 og 5. sæti, sem verður að teljast mjög gott og vísir að uppbyggingu  nöfn þeirra er ég ekki með enn hef ákveðna menn í huga.

Uppbyggingin heldur vonandi áfram ,,ósnert" og hver veit nema gamlir refir eða endajaxlar láti á það reyna hvort þeir komist í hópinn á nýjan leik að ári

Kjartan Pálmarsson, 16.8.2008 kl. 17:29

10 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Eins og einhverjir taka eftir voru Danir ekki með í ár frekar enn í fyrra og er það vegna þess að breytingar á hinu svo kallaða SVR í Danmörku hefur verið skipt upp í margar einingar ,,fyrirtæki" sem aftur hafa ekki áhuga á þessari keppni og því eru málin erfið hjá kollegunum í Danaveldi. Það er einmitt þetta sem ég á við er ég tala um ósnerta uppbyggingu.

Kjartan Pálmarsson, 16.8.2008 kl. 17:33

11 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Líklega endurspegla þessi úrslit, þær breytingar sem þú nefnir undir rós Kjarri, plús það að eins er að verða svona einskonar kynslóðaskipti í keppnisliðinu. Nokkrir gömlu jaxlana eru hættir að keppa og jafnvel hættir hjá fyrirtækinu. Vonandi sjáum við ekki sömu þróunn hjá okkur eins og hjá Dönum, þó svo færi að Strætó gengi í gegnum meiri breytingar.

Líklega hef ég fengið hugboð um slakt gengi, því ég fór að velta fyrir mér hví frændur okkar Færeyingar eru ekki með í Norðulandamótinu. Það hlýtur að vera eitthvað af vagnstjórum í Þórshöfn

Sigurbrandur Jakobsson, 16.8.2008 kl. 20:23

12 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hér kemur röð Íslendingana í einstaklingskeppninni.

Sigurjón G nr.4. Guðmundur J nr.5. Elías B nr.14. Björg G nr.21. Sigurður S nr.24 og Ingólfur S nr 26.

Kjartan Pálmarsson, 17.8.2008 kl. 21:35

13 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Já Brandur það væri gaman að sjá Færeyinga í þessu, enn því miður hefur það ekki verið.

Það liggur fyrir að nú er ekkert annað hægt enn að spyrna við fótum því neðar er víst ekki hægt að komast, nema ef Danirnir væru með fullskipað lið. Þetta minnir óþægilega á fyrstu ár Íslands í keppninni.

Kjartan Pálmarsson, 17.8.2008 kl. 21:39

14 Smámynd: busblog.is

Eru sumir að monta sig?

Annars er árangurinn algjörlega í samræmi við ástandið í fyrirtækinu og hvernig hlúð er að starfsmönnum í dag og hvernig var hlúð að þeim áður!

busblog.is, 19.8.2008 kl. 13:14

15 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Já þetta er pjúra mont á háu stígi og get ég ekkert gert af því  Þakka þér/ykkur trúnaðarmenn fyrir innlitið.

ps: Það væri í lagi ef þið sem skrifið á trúnó-manna síðunni að setja þó ekki væri nema upphafstafi þess er skrifar með

Kjartan Pálmarsson, 19.8.2008 kl. 18:51

16 Smámynd: Ómar Ingi

Svindl er þetta

Ómar Ingi, 19.8.2008 kl. 23:55

17 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ommi! Svindl?

Kjartan Pálmarsson, 20.8.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

KR ingurinn ! Já strákurinn er mjög upptekinn við að hjálpa "kjarrip@internet.is'''

Kjartan Pálmarsson
Kjartan Pálmarsson

Smelltu á myndina! Og þá færðu smá upplýsingar sem koma mörgum á óvart, einkum mér sjálfum.

238 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 994

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband